Talgervilstækni og aðgengismál
Aðgengismál í tækni snúast ekki um reglugerðir sem þarf að uppfylla: Inngildandi hönnun snýr að því að skapa stafræna upplifun sem virkar fyrir alla notendur. Talgervilstækni gegnir í lykilhlutverki í að gera ritaða texta aðgengilega fyrir fólk sem af einhverjum orskökum á í erfiðleikum með hefðbundinn lestur, t.d. vegna sjónskerðingar eða lesblindu.
Símarómur og aðgengi
Símarómur, talgervilsapp Grammateks fyrir snjalltæki, er þróaður með það í huga að falla vel að aðgengislausnum tækjanna.
Símarómur tengist m.a.:
- VoiceOver (iOS): Innbyggður skjálesari iPhone og iPad tækja
- Spoken Content (iOS): Innbyggt aðgengisforrit sem les texta eftir vali notanda á iPhone og iPad ...