Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að Grammatek hlýtur styrk til þróunar á íslensku raddklónunarkerfi fyrir snjalltæki í nýjustu úthlutun Markáætlunar í tungu og tækni. Raddklónun gerir m.a. notendum kleift að nota sína eigin rödd sem fyrirmynd klónaðrar talgervilsraddar, en einnig einfaldar aðferðin þróun nýrra og fjölbreyttra radda fyrir almennan markað. Raddklónunarkerfið verður mikilvæg viðbót við talgervilshugbúnað Grammateks, en þróun kerfisins mun fara fram árið 2026.


Logo HBS