Persónuverndarstefna

Grammatek leggur ríka áherslu á persónuvernd og að vinna aldrei persónuupplýsingar að nauðsynjalausu. Persónuupplýsingum er aldrei dreift til þriðja aðila án upplýsts samþykkis. Grammatek uppfyllir innlend og evrópsk lög um persónuvernd (GDPR).

Vafrakökur á grammatek.com

Grammatek notar einungis vafrakökur sem nauðsynlegar eru fyrir virkni vefsíðunnar. Engar vafrakökur frá þriðja aðila eru nýttar, s.s. Google Analytics eða tengingar við samfélagsmiðla.

Persónuverndarstefna fyrir Sæma

Hver er tilgangur Sæma?

Sæmi er spurningasvörunarkerfi sem tekur við spurningum frá notendum á tal- eða textaformi í þeim tilgangi að veita þeim viðeigandi upplýsingar.

Vinnur Sæmi með persónuupplýsingar?

Með persónuupplýsingum er átt við hvers kyns upplýsingar sem hægt er að rekja til tiltekins einstaklings, svo sem nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer, netfang, netauðkenni, myndefni og fleira. Sæmi vill ekki að notendur láti af hendi persónuupplýsingar og gerir jafnframt enga tilraun til að rekja spurningar og svör til einstakra notenda. Það útilokar þó ekki að þeir láti sjálfviljugir af hendi persónuupplýsingar, til dæmis nafn og kennitölu.

Á hvaða lagagrundvelli vinnur Sæmi persónuupplýsingar?

Öll vinnsla persónuupplýsinga fer fram á grundvelli laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“). Láti notandi sjálfviljugur persónuupplýsingar af hendi byggir vinnslan á samþykki hans, sbr. 1. tl. 9. gr. persónuverndarlaga.

Hvað geymir Sæmi persónuupplýsingar lengi?

Spurningar sem notendur spyrja Sæma í textaformi eru geymdar í þeim tilgangi að bæta kerfið. Ef spurning inniheldur persónuupplýsingar er hún geymd að hámarki í 10 daga. Öllum spurningum frá notendum á talformi er eytt jafn óðum. Munnlegu svari frá Sæma er eytt eftir 30 daga.

Deilir Sæmi persónuupplýsingum með þriðja aðila?

Sæmi nýtir þjónustu frá þriðja aðila sem auðveldar honum að þjóna tilgangi sínum. Þjónustuaðili kann að hafa aðgang að persónuupplýsingum í tengslum við þá þjónustu sem hann veitir. Trúnaðarsamkomulag er gert við viðkomandi sem kveður á um skyldu hans til að gæta fyllsta trúnaðar, tryggja öryggi og fara eingöngu með persónuupplýsingar í samræmi við fyrirmæli Sæma. Að öðru leyti er upplýsingum undir engum kringumstæðum miðlað til þriðja aðila.

Hver eru þín réttindi?

Einstaklingar njóta ákveðinna réttinda samkvæmt persónuverndarlögum, svo sem réttar til að afturkalla samþykki, fá aðgang að gögnum, fá rangar eða villandi upplýsingar leiðréttar, persónuupplýsingum verði eytt, hindra að unnið verði með persónuupplýsingar, flytja eigin gögn og leggja inn kvörtun hjá Persónuvernd.

Hvert á ég að leita fyrir frekari upplýsingar?

Fyrir frekari upplýsingar um meðferð Sæma á persónuupplýsingum er hægt að hafa samband við okkur í gegnum netfangið info@grammatek.com.

Upplýsingar um ábyrgðaraðila

Sæmi telst ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga í skilningi 6. tl. 3. gr. persónuverndarlaga.

Símarómur

Hvað er Símarómur?

Símarómur er smáforrit sem les texta af skjá snjallsíma. Notandi velur sjálfur þann texta sem hann vill að smáforritið lesi fyrir sig.

Af hverju vinnur Símarómur með persónuupplýsingar?

Með persónuupplýsingum er átt við hvers kyns upplýsingar sem hægt er að rekja til tiltekins einstaklings, svo sem nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer, netfang, netauðkenni, myndefni og fleira. Símarómur vinnur með texta notanda í þeim tilgangi að gera smáforritinu kleift að lesa hann fyrir notandann.

Á hvaða lagagrundvelli vinnur Símarómur persónuupplýsingar?

Öll vinnsla persónuupplýsina fer fram á grundvelli laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“). Símarómur vinnur með texta notanda á grundvelli samþykkis hans, sbr. 1. tl. 9. gr. persónuverndarlaga. Ef um viðkvæmar persónuupplýsingar er að ræða styðst vinnslan einnig við heimild í 1. tl. 1. mgr. 11. gr. persónuverndarlaga.

Hvað geymir Símarómur persónuupplýsingar lengi?

Öllum textum og hljóðupptökum er eytt jafn óðum og geymir Símarómur því ekki persónuupplýsingar.

Deilir Símarómur persónuupplýsingum með þriðja aðila?

Símarómur nýtir þjónustu frá þriðja aðila sem auðveldar honum að þjóna tilgangi sínum. Þjónustuaðili kann að hafa aðgang að persónuupplýsingum í tengslum við þá þjónustu sem hann veitir. Trúnaðarsamkomulag er gert við viðkomandi sem kveður á um skyldu hans til að gæta fyllsta trúnaðar, tryggja öryggi og fara eingöngu með persónuupplýsingar í samræmi við fyrirmæli Símaróms. Að öðru leyti er upplýsingum undir engum kringumstæðum miðlað til þriðja aðila.

Hver eru þín réttindi?

Einstaklingar njóta ákveðinna réttinda samkvæmt persónuverndarlögum, svo sem réttar til að afturkalla samþykki, fá aðgang að gögnum, fá rangar eða villandi upplýsingar leiðréttar, persónuupplýsingum verði eytt, hindra að unnið verði með persónuupplýsingar, flytja eigin gögn og leggja inn kvörtun hjá Persónuvernd.

Hvert á ég að leita fyrir frekari upplýsingar?

Fyrir frekari upplýsingar um meðferð Símaróms á persónuupplýsingum er hægt að hafa samband við okkur í gegnum netfangið info@grammatek.com

Upplýsingar um ábyrgðaraðila

Símarómur telst ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga í skilningi 6. tl. 3. gr. persónuverndarlaga.

Réttritun

Hvað er Réttritun?

Réttritun er smáforrit sem aðstoðar við að leiðrétta texta sem notandi slær inn í forritið.

Af hverju vinnur Réttritun með persónuupplýsingar?

Með persónuupplýsingum er átt við hvers kyns upplýsingar sem hægt er að rekja til tiltekins einstaklings, svo sem nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer, netfang, netauðkenni, myndefni og fleira. Réttritun vinnur með texta frá notanda í þeim tilgangi að gera smáforritinu kleift að leiðrétta hann fyrir notandann.

Á hvaða lagagrundvelli vinnur Réttritun persónuupplýsingar?

Öll vinnsla persónuupplýsina fer fram á grundvelli laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“). Réttritun vinnur með texta notanda á grundvelli samþykkis hans, sbr. 1. tl. 9. gr. persónuverndarlaga. Ef um viðkvæmar persónuupplýsingar er að ræða styðst vinnslan einnig við heimild í 1. tl. 1. mgr. 11. gr. persónuverndarlaga.

Hvað geymir Réttritun persónuupplýsingar lengi?

Öllum textum er eytt jafn óðum og geymir Réttritun því ekki persónuupplýsingar.

Deilir Réttritun persónuupplýsingum með þriðja aðila?

Réttritun miðlar ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila.

Hver eru þín réttindi?

Einstaklingar njóta ákveðinna réttinda samkvæmt persónuverndarlögum, svo sem réttar til að afturkalla samþykki, fá aðgang að gögnum, fá rangar eða villandi upplýsingar leiðréttar, persónuupplýsingum verði eytt, hindra að unnið verði með persónuupplýsingar, flytja eigin gögn og leggja inn kvörtun hjá Persónuvernd.

Hvert á ég að leita fyrir frekari upplýsingar?

Fyrir frekari upplýsingar um meðferð Réttritunar á persónuupplýsingum er hægt að hafa samband við okkur í gegnum netfangið info@grammatek.com

Upplýsingar um ábyrgðaraðila

Réttritun telst ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga í skilningi 6. tl. 3. gr. persónuverndarlaga.

Breytingar

Þessari persónuverndarstefnu er við haldið eftir þörfum og samkvæmt lögum þar um.

Hafa samband

Ef þú hefur frekari spurningar varðandi persónuvernd eða persónuverndarstefnu hjá Grammateki, vinsamlegast hafðu samband gegnum: