Tölum saman á íslensku

Tækni sem talar íslensku

Veitir þú upplýsingar og þjónustu með rafrænum hætti? Þá þarf máltækni að verða hluti af þínum hugbúnaði. Máltækni fyrir íslensku er í örri þróun og Grammatek aðstoðar þig við að komast í fremstu röð hvað varðar aðgengi og sjálfvirkni þjónustu sem byggist á samskiptum á íslensku.

Sæmi

Spjallmennið Sæmi er snjöll viðbót við vefsíður sem innihalda fjölbreyttar upplýsingar.

Símarómur

Símarómur er talgervilsapp fyrir Android-síma, sem getur miðlað upplýsingum á íslensku.

Ýmis verkefni

Samræðukerfi

Þróunarumhverfi fyrir samræðukerfi á íslensku. Samstarfsverkefni með Háskólanum í Reykjavík og Tiro.

Textavinnsla

Textavinnsla fyrir taltækni. Textanormun og hljóðritun.

Máltækni fyrir íslensku

Grammatek er lykilþátttakandi í áætluninni Máltækni fyrir íslensku. Við höfum bæði sinnt heildar verkefnisstjórn og sinnum þróun gagna og hugbúnaðar.

Kynningar

Fundir eða fyrirlestrar hjá okkur í Breið, Nýsköpunarsetri eða hjá fyrirtækjum og félagasamtökum.

UM OKKUR

Grammatek er máltæknifyrirtæki á Akranesi með starfsstöð í Nýsköpunarsetrinu Breið

Anna Björk Nikulásdóttir

Stofnandi og framkvæmdastjóri. Sérfræðingur í máltækni. M.A.-próf frá Háskólanum í Heidelberg í Þýskalandi.

anna@grammatek.com

Daniel Schnell

Stofnandi og tæknistjóri. Sérfræðingur í hugbúnaðargerð. Dipl.Ing. frá University of Applied Sciences í Darmstadt í Þýskalandi.

dschnell@grammatek.com

Bjarki Ármannsson

Sérfræðingur í máltækni. M.A.-próf frá Háskólanum í Uppsala í Svíþjóð.

bjarki@grammatek.com

Laus störf

Grammatek leitar að liðsauka!

App-forritari

Reynsla af app-þróun fyrir Android skilyrði, reynsla af þróun fyrir iOS mikill kostur. Áhugi á notkun íslensku í tækniumhverfi, sjálfstæð vinnubrögð og samskiptahæfni eru eiginleikar sem einkenna starfsfólk Grammateks. Starfsstöð Grammateks er á Akranesi en fjarvinna er einnig í boði. Sendu okkur umsókn eða hafðu samband til þess að fá nánari upplýsingar!

Almenn umsókn

Ef þú býrð yfir þekkingu, reynslu og áhuga sem gæti nýst við þróun máltækni, þá hvetjum við þig til þess að hafa samband!

Hafa samband

Kíkja í kaffi

Nýsköpunarsetrið, Breiðargötu, Akranesi