Eftir farsæla framkvæmd Máltækniáætlunar 1 á árunum 2019-2024 hefur nú Máltækniáætlun 2 verið hleypt af stokkunum. Anna Björk framkvæmdastjóri Grammateks hefur lengst af gengt hlutverki verkefnisstjóra SÍM (Samstarfs um íslenska máltækni) og tók því virkan þátt í undirbúningi nýrrar framkvæmdaáætlunar ásamt Almannarómi og fullrúum ráðuneytis, HÍ, HR og Árnastofnunar. Um leið og styrkjum var úthlutað úr Skerfi var upphaf Máltækniáætlunar 2 markað og meðfylgjandi mynd tekin.