Símarómur
Símarómur er íslenskt talgervilsapp fyrir snjalltæki, fyrstu íslensku talgervilsraddirnar fyrir iPhone og iPad!
Raddirnar virkar sem íslenskar raddir stýrikerfis á iPhone, iPad og Android tækjum.
Appið tengist aðgengisforritum eins og Voice Over og Spoken Content (iOS), Talk Back og Accessibility Suite (Android).
Einnig geta öll forrit, sem nýta raddir stýrikerfis nýtt raddir Símaróms. Með hjálp Símaróms getur tækið þitt nú
lesið alla íslenska texta. Nýjasta útgáfa Símaróms fyrir iPhone/iPad býður upp á 6 íslenskar raddir, þrjár þeirra
má stilla til þess að lesa með mismunandi blæ.
ATHUGIÐ: Símarómur og aðrar raddir þriðju aðila virka ekki að öllu leyti með nýjustu útgáfu iOS stýrikerfisins, iOS 26!
Þau sem hafa nú þegar uppfært á iOS 26 ættu að gæta þess að uppfæra stýrikerfið jafn óðum og það býðst, í iOS 26.2
hefur hluti vandamálanna með tengingar við talgervilsraddir verið leystur. Við erum í stöðugu sambandi við Apple um
að full virkni Símaróms verði aftur tryggð!
Mörg hundruð notendur nýta nú þegar Símaróm til þess að lesa íslenska texta, þú getur sótt appið á App Store og
Google Play hérna: