Símarómur
Íslenskur talgervill á Android símum.
Símarómur er app fyrir Android-síma sem gerir notendum kleift að nota íslenskan talgervil sem skjálesara.
Appið nýtir hraða talgervilsrödd sem ber nafnið “Steinn”, en röddin er þjálfuð sérstaklega til þess að standast
kröfur blindra og sjónskertra um viðbragðshraða og skýran framburð. Röddin keyrir á símanum sjálfum og því
yfirgefa engir lesnir textar tæki notenda.
Símarómur byrjaði sem samstarfsverkefni Grammateks, Tiro ehf og Háskólans í Reykjavík innan ramma
áætlunarinnar Máltækni fyrir íslensku 2019-2023 en er nú alfarið á höndum Grammateks.
Símarómur hefur hundruði daglegra notenda, þú getur bæst í þeirra hóp með því að sækja appið:
Símarómur á Google Play