Grammatek var valið vörumerki marsmánaðar 2025 hjá Hugverkastofu. Merki Grammateks er hannað af Unni Jónsdóttur, grafískum hönnuði á Akranesi. Nafnið “Grammatek” er tilbúið orð, samsett úr gríska orðinu “gramma”, sem þýðir bókstafur eða skrifað orð, og “tek”, sem vísar t.d. til afgreiðslu eins og í “apótek” eða jafnvel í “diskótek” - alltaf fjör hjá Grammateki! “Tek” er einnig íslensk útgáfa af “tec(h)” sem sést oft í erlendum nöfnum tæknifyrirtækja.
Hér má sjá umfjöllun og viðtal á vefsíðu Hugverkastofu