Grammatek hlaut nýverið tvo styrki úr hagnýtingarsjóðnum Skerfi til þess að þróa viðbætur við talgervilsappið Símaróm. Markmiðið er annarsvegar að þjálfa fleiri raddir fyrir Símaróm, og hinsvegar að þróa skjálestursvirkni fyrir appið. Báðar viðbætur munu auka notagildi Símaróms til muna.
Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra afhenti styrki til margra spennandi verkefna við hátíðlega athöfn í Grósku. Sjá nánar á vefsíðu Almannaróms.