Vorið 2024 kom fyrsta hljóðbókin út á Hljóðbókasafni Íslands, sem framleidd er með talgervilstækni Grammateks. Síðan þá hefur Grammatek framleitt fleiri náms- og fræðibækur fyrir safnið, en samstarf Hljóðbókasafnsins og Grammateks tryggir betra framboð af hljóðbókum fyrir nemendur í íslenskum framhaldsskólum. Grammatek og Hljóðbókasafnið vinna einnig sameiginlega að íslenskum STEM-lesara. Innan þess verkefnis vinnur Grammatek að því að gera sjálfvirkan lestur á stærðfræðiformúlum mögulegan. Um þessar mundir erum við að framleiða fyrstu tilraunabækurnar í stærðfræði, við hlökkum til að segja ykkur betur frá þessu verkefni í vetur!